06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (697)

7. mál, fræðsla barna

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins lýsa ánægju minni yfir því, að áskoranir eru komnar frá kvenfjelögunum, eins og hv. 4. landsk. (IHB) tók fram. Það var rangt að henda gaman að þessu máli og sjá ofsjónum yfir þeim tíma, sem eytt var í það. Jeg minnist þess, að við 1. umr. talaði jeg þrisvar sinnum, en þó tóku þær ræður ekki nema 10 mínútur alls, svo að óþarft er að vera að fárast yfir tímaeyðslunni. Það sjest, að hv. kvenkjósendur á þessu landi hafa skilið, hvað í því liggur að leggja ekki þessa skyldu á kvenkjósendur. Hv. landsk. sagði, að það væri greinilegt vantraust á hv. kvenkjósendur að undanskilja þær skyldunni, og er jeg þessu sammála.