06.05.1926
Neðri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1154 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

8. mál, skipströnd og vogrek

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Brtt. á þskj. 512, sem nefndin flytur, er til að ráða bót á því, sem hv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ) fann að og benti á við 2. umr., að þyrfti að breyta, til þess að eigendur skipa mistu ekki þann rjett, sem þeir eiga nú að lögum, þótt skip lægi í fjöru. Jeg vænti þess, að hv. deild geti sjeð, að brtt. þessi er nauðsynleg, þar sem hún ræður bót á misrjetti frv. gagnvart eigendum skipa. Jeg vænti því, að hv. deild geti fallist á þessa brtt. og að ekki þurfi að viðhafa fleiri orð þess vegna.