09.04.1927
Neðri deild: 51. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

22. mál, skipun prestakalla

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg vil aðeins benda hv. nefnd á það, að þetta frv. hefir fengið talsvert einkennilega afgreiðslu í hv. Ed. Jeg á ekki við það, þó að þarna sje lagt til að leggja niður Þingvallaprestakall og losa okkur við það eina, sem eftir er á Þingvöllum af því, sem þar var áður, sem er presturinn. En hins verður að minnast, að prestakallið er tvær sóknir, og það verður ekki hjá því komist að ráðstafa hinni sókninni líka. En það er látið ógert.