29.04.1927
Neðri deild: 62. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

112. mál, Mosfellsheiðarland

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil taka það fram út af orðum hv. þm. Str. (TrÞ), að jeg man ekki betur en það hafi oft komið fyrir áður, að heiðalönd væru seld undan prestssetrum. Um 2. gr. frv. er það að segja, að hjer stendur svo á, að tekið er land, sem tilheyrir jörðinni, og selt, og síðan á að verja andvirðinu til þess að bæta jörðina sjálfa. Það sýnist ekki nema sanngjarnt. Hjer við bætist, að búið er að selja undan jörðinni part, sem var gott land til ræktunar. Með því að nú hefir komið til orða að endurreisa þar prestssetur, virðist vera vel til fallið að bæta skerðingu jarðarinnar upp, einmitt á þennan hátt.