23.03.1927
Neðri deild: 37. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (212)

9. mál, réttur erlendra manna til að stunda atvinnu á Íslandi

Jakob Möller:

Hv. þm. Ak. (BL) vildi snúa í villu þeim orðum mínum, þar sem jeg var að tala um, að jeg vildi ekki fara svo langt að leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga. En samkvæmt frv. á bændum einmitt að vera heimilað að flytja inn útlendan verkalýð takmarkalaust. Og jeg skal jafnframt benda á það, að mjer finst þessir hv. þingmenn gefa sjálfum sjer utan undir með þessu frv., þar sem þeir þykjast vera á móti innflutningi útlendinga að öðru leyti.