16.05.1927
Efri deild: 75. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3600 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg hjelt, að háttv. 5. landsk. (JBald) gæti ekki vænst þess, að stjórnin væri búin að ákveða kjördag, áður en stjórnarskrármálið er útkljáð í þinginu. Jeg get sagt hv. þm. (JBald) það, að stjórnin hefir ekki ákveðið neitt ennþá, hvenær kosningar skuli fara fram. En jafnframt verð jeg að segja honum það, að ótti hans við, að stjórnin muni brjóta lög, er með öllu óþarfur. Hún er eins fær um að athuga kosningalögin og sjá, hvað eru lög í þessu efni og hvað ekki eins og hv. 5. landsk. (JBald: Það er nú stórt spursmál). Það er mitt álit, að hún sje honum jafnsnjöll að minsta kosti.

Digurmæli og köguryrði háttv. 5. landsk. virði jeg að alls engu.