24.02.1927
Neðri deild: 14. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2275)

36. mál, bann gegn næturvinnu

Ólafur Thors:

Jeg hefi átalið með hörðu orðalagi svívirðingar hv. þm. (HjV) um hina duglegustu stjett þjóðar vorrar. Er auðsjeð, að hæstv. forseti (BSv) er því samþykkur, því að ella hefði hann hringt á mig.

Jeg vil taka það fram, að af stöðum okkar, mín og hv. flm. (HjV), sannast lítið um, hvor okkar viti meira um vilja verkamanna. Þó er eins og mönnum finnist „Kveldúlfur“ koma ögn nær verkamönnum heldur en Tóbaksverslun Íslands, sem hv. flm. (HjV) er framkvæmdastjóri fyrir.