01.03.1927
Neðri deild: 18. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í C-deild Alþingistíðinda. (2352)

44. mál, yfirsetukvennalög

Flm. (Jakob Möller):

Hæstv. ráðh. (JJ?) sagði, að þetta mál væri eingöngu launamál. Jeg mótmæli því. Þetta er í fylsta máta heilbrigðismál, og verð jeg að segja, að mjer þykir óviðkunnanlegt, að heilbrigðismálaráðherrann (MG) skuli ekki vera viðstaddur umræðurnar, ef hann er heilbrigður. Hæstv. ráðh. (JÞ) sagði, að tíminn væri síst betur fallinn nú til að hækka laun heldur en fyrra. Jeg man ekki, hve mikla áherslu hæstv. ráðh. lagði á það í fyrra, að tíminn væri óhentugur. En hjer er alls ekki farið fram á almenna launahækkun, heldur bætt kjör stjettar, sem algerlega hefir orðið útundan. Það hefir þegar verið upplýst, að ráðstöfunin, sem gerð var í fyrra, hefir ekki komið að fullu gagni. Hæstv. ráðh. (JÞ) gerði lítið úr ljósmæðraeklunni. Það var upplýst í fyrra, að ljósmæður vantaði í 30 –40 hjeruð, en hjeruðin eru alls um 200, svo það er þó alt að 1/5 þeirra laus. Mjer finst þetta talsvert athugavert, og jeg býst við, að það þætti alvarlegt ástand, ef læknahjeraðanna væri laus.

Það hefir verið upplýst, að gerðar hafa verið fyrirspurnir til sýslumanna um, hve mörg yfirsetukvennaumdæmi, væru óskipuð. Aðeins 6 svör hafa borist, en hjá þeim eru samtals 14 umdæmi auð. Ef þetta er eitthvað viðlíka hjá línuni, er augljóst, að ljósmæðraekla er síst minni en í fyrra, og af aðsókninni að ljósmæðraskólanum er auðsjeð, hvert stefnir, nema ef stjórnin fer að iðka það, að skipa algerlega ólærðar yfirsetukonur í stöðurnar. En sjálfsögð afleiðing af slíkum ráðstöfunum væri aukinn ungbarna- og sængurkvennadauði.

Þá sagði hæstv. forsrh. (JÞ), að kröfurnar um bætt launakjör yfirsetukvenna væru ekki komnar frá þeim hjeruðum, sem vantar ljósmæður, heldur beinlínis frá ljósmæðrum sjálfum. Þetta má vel vera. En eru ekki illar framfarir í heilbrigðismálum læknunum að þakka? Jeg veit ekki betur en að svo sje. Kröfurnar um umbætur á þeim koma ekki frá almenningi. Þar sannast hið fornkveðna: „Svo lengi má illu venjast, að gott þyki um síðir.“ Fólkið fer ekki að bera fram tillögur um endurbætur á heilbrigðismálin. Þær koma beint frá læknunum. Þeir sjá, hvar skórinn kreppir. Það er því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að tillögur um endurbætur á þessum málum komi frá yfirsetukonunum sjálfum.