06.04.1927
Neðri deild: 48. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í C-deild Alþingistíðinda. (2506)

11. mál, útrýming fjárkláða

Frsm. meiri hl. (Hákon Kristófersson):

Jeg hefi ekki annað að segja að sinni en að það er ómaklegt hjá hv. þm. Str. að bera það á landbn., að hún hafi ekki gert skyldu sína, því að þskj. 196 sýnir það, að hún hefir sýnt þessu máli alúð.

Það vill nú svo til, að meiri hluti bænda er sammála meiri hl. landbn., og það eru einmitt þeir, bændurnir, sem hv. þm. Str. vísar oft til. En nú rís hann upp á móti þeim. Og jeg skal segja hv. þm. Str., að jeg hefi ekki einungis fult eins mikið vit á þessu máli og hann, heldur miklu betra. Það sjest best á þskj. 196, að við bændurnir höfum þá þekkingu, sem hv. þm. Str. vantar algerlega.