29.04.1927
Neðri deild: 62. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í C-deild Alþingistíðinda. (2903)

53. mál, strandferðaskip

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg ætla ekki að lengja umr. meira; vil aðeins leyfa mjer að flytja svofelda rökstudda dagskrá:

„Þar sem deildin treystist ekki til, kostnaðar vegna, að láta byggja og starfrækja nýtt flutningaskip til strandferða, en vill hinsvegar auka samgöngur á sjó, þá beinir deildin þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún láti halda úti flutningaskipi líkan tíma og á síðasta ári — og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“