29.03.1927
Neðri deild: 41. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í D-deild Alþingistíðinda. (3217)

100. mál, landsstjórn

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg skal geta þess, af því að hæstv. forsrh. fann þörf á að bæta um fyrri ræðu sína í minn garð, að jeg sagði alt, sem jeg þurfti að segja, og mun standa við það, sem jeg lýsti yfir, að jeg ætlaði að gera. Hvort heldur hæstv. ráðh. biður mig að greiða ekki atkv. með vantraustsyfirlýsingunni eða hann ögrar mjer til að gera það, mun jeg halda mjer við tillögu mína og láta atkvæðin í deildinni skera úr, hvor okkar hefir á rjettu að standa um það, hvert sje hið pólitíska ástand stjórnarinnar.