28.03.1927
Efri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í D-deild Alþingistíðinda. (3320)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Jón Baldvinsson:

Jeg trúi hv. 5. landsk. (JKr), er hann segist ekki hafa vitað um samtök þau, er hv. 1. landsk. (JJ) upplýsti, að ættu sjer stað. (Atvrh. MG: Hann upplýsti ekkert). — Jæja, gerði ráð fyrir, með talsvert sterkum líkum, skulum við segja. En jeg viðurkenni alls ekki, að það hafi verið ósvífni að spyrja hann um það. Til þess var fullkomið tilefni.

Og eins vildi jeg enn mega spyrja hv. 6. landsk. (JKr): Er það nú alveg víst, að hann fylgi till. sinni áfram? Það er fylsta ástæða til að spyrja svo. (Atvrh. MG: Hefir hv. 5. landsk. leyfi til að spyrja, hvernig þingmenn muni greiða atkvæði?). Og ekki nema rjett eftir öðru, að hann hlypi frá henni.