12.05.1927
Efri deild: 72. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í D-deild Alþingistíðinda. (3362)

121. mál, landsspítali

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi aðeins víkja því til stjórnarinnar, hvort hún gæti ekki látið ljúka við bygginguna á Kleppi í sumar með lántöku, samkv. heimildinni frá 1919. Jeg var að hugsa um að koma með brtt. við þessa þáltill., er færi í þá átt, en taldi þess naumast þörf.

Þá vil jeg spyrja hæstv. forsrh. (JÞ), hvort hann álíti, að lánsheimild í lögum fymist, þó að það bíði í nokkur ár að hún sje notuð? Mjer heyrðist hann telja þörf á að nýja upp þessi lög frá 1919 með þáltill., af því að þau væru farin að fyrnast. Jeg held, að þáltill. geti ekki lífgað þau upp, ef ekki er lífsgildi í þeim sjálfum.