24.03.1927
Sameinað þing: 5. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í D-deild Alþingistíðinda. (3461)

88. mál, stúdentspróf við Akureyrarskóla

Tryggvi Þórhallsson:

Það, sem hæstv. atvrh. (MG) sagði, að þeir einir hefði rjett til að fara á háskólann, er útskrifaðir væru úr mentaskólanum, er ekki rjett. Til þessa hafa einnig rjett þeir, sem tekið hafa samskonar próf við aðra skóla. Ákvæði það, sem hæstv. atvrh. (MG) benti á, hvílir ekki á lagagrundvelli, heldur á reglugerð. Það þarf því ekki annað en góðan vilja hjá hæstv. atvrh. (MG) til þess að setja sömu reglur fyrir Akureyrarskólann eins og gilda hjer um mentaskólann.