04.05.1927
Efri deild: 65. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

85. mál, friðun hreindýra

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Þetta frv. er komið aftur frá hv. Nd., sem hefir gert þá breytingu á því, að aftan við 1. gr. bætist, að heimilt skuli að handsama hreindýr til eldis. Allshn. hefir ekkert á móti þessari viðbót. — Þótt það sje að vísu dálítið óviðkunnanlegt að heimila í 1. gr. að handsama dýrin, en í 2. gr. sje lögð sekt við að veiða þau, þá getur lagaskilningurinn að sjálfsögðu ekki orðið annar en sá, að sektir komi ekki til greina, ef dýrin eru veidd í þeim tilgangi, sem í 1. gr. segir, og ætti því engum ruglingi að valda.