13.04.1927
Neðri deild: 54. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

67. mál, einkasala á áfengi

Frsm. (Árni Jónsson):

Frv. þetta er borið fram til þess að gefa sjúkrahúsum rjett til þess að panta lyf beint frá lyfjaverslun ríkisins. Hefir það verið til umr. í hv. Ed., og voru þar gerðar á því litlar breytingar.

Hjer í deildinni hefir verið á það bent af hv. 1. þm. Rang. (KIJ), að orðalag frv. væri ekki nógu skýrt. Nefndin breytti því orðalaginu eins og sjá má á áliti hennar. Tveir nefndarmenn álitu, að ekki bæri nein nauðsyn til þess að hafa í frv. ákvæði um, að ekki mætti selja sjúkrahúsum vín og ómengaðan spíritus.

Um brtt. á þskj. 360 get jeg verið fáorður, vegna þess að það eru aðeins orðabreytingar. Það er nú fáment og góðment hjer í hv. deild, og vona jeg, að menn samþ. frv. með breytingunum orðalítið.