26.04.1927
Efri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (895)

67. mál, einkasala á áfengi

Forseti (HSteins):

Af því að háttv. allshn. æskir þess, skal jeg verða við þessum tilmælum, þótt þingtíminn sje hinsvegar naumur og búið að skora á forseta að flýta þingstörfum sem mest, og því einsætt að tefja ekki mál meira en hægt er að komast af með. En í þetta sinn skal jeg fara að ósk manna og taka málið af dagskrá.