08.03.1928
Neðri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2262 í B-deild Alþingistíðinda. (1196)

140. mál, fjáraukalög 1927

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg vil aðeins geta þess, að þetta frv. verður að skoða einungis sem bráðabirgðafrv. Auðvitað er ekki hægt að sjá til fullnustu nú allar þær umframgreiðslur, sem orðið hafa. Það má því gera ráð fyrir, að annað frv. komi fram, er landsreikningarnir fyrir það ár verða hjer til meðferðar. Út í einstakar gr. frv. sje jeg ekki ástæðu til að fara á þessu stigi málsins, en vona, að aths. þær, er fylgja, sjeu svo ítarlegar, að hv. þm. geti áttað sig á þeim. Legg jeg svo til, að frv. sje vísað til fjvn.