27.03.1928
Neðri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2379 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

141. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Jeg vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir undirtektir hans undir brtt. nefndarinnar. Við flm. erum auðvitað sammála um, að ekki eigi að nota þessa heimild nema brýn nauðsyn beri til. Hæstv. ráðh. gat þess, að heppilegt væri, að lán ríkissjóðs væru ekki af sjerstökum flokki, því að jafnóðum væri hægt að fá önnur lán, án þess að ríkissjóður tæki þau. En brtt. er flutt nákvæmlega eftir lögunum frá 1926, og þar er gert ráð fyrir, að þær 3 miljónir, sem þá var veitt heimild fyrir, sje sjerstakur flokkur. Við meirihlutamenn hugðum, að sömu ástæður væru fyrir hendi nú eins og þá. Annars mun þetta verða athugað í hv. Ed.