24.01.1928
Efri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í C-deild Alþingistíðinda. (1374)

19. mál, stjórnarskipunarlög

Fors. og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eins og stendur í greinargerð þessa frv., er það borið fram óbreytt, eins og það var samþ. á Alþingi í fyrra. Það er þetta frv., sem veldur því, að þing er nú kallað saman svo snemma, en öllum er vitanlegt, að kosningarnar í sumar snerust ekki fyrst og fremst um það. Jeg álít óþarfa að ræða þetta mál mikið að svo stöddu, en jeg vil segja það, sem mína persónulega skoðun, að jeg er fylgjandi aðalbreytingu frv., nefnilega fækkun þinga. Hinsvegar lýsti jeg því yfir í fyrra, og geri það enn, að jeg álít aðrar breytingar frv. vera mjög til hins verra.

Það er síður að skipa sjerstaka nefnd, þegar breyta á stjórnarskipunarlögum, og vænti jeg, að eins verði gert nú. Það væri mjög æskilegt, að sú nefnd gæti flýtt störfum sínum, því að, eins og sjá má af 12. gr. frv., mundi vera hægt að setja fjárlög fyrir bæði árin 1929 og 1930 á þessu þingi, ef stjórnarskipunarlögin hafa öðlast gildi.