09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í D-deild Alþingistíðinda. (2341)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Eftir ræðu hv. þm. Seyðf. (JóhJóh) virðist það augljóst, að hjer er verið að reyna að gera tilraun til að draga fjöður yfir þessi brjefaviðskifti, svo almenningur fái ekkert um þau að vita. En goodtemplarar vilja nú fá að vita alt um þessa samninga og um öll brjefaviðskifti í sambandi við þá, hvort sem þau hafa heldur farið fram á milli utanríkisráðuneytis Dana og Spánverja, eða á milli íslensku stjórnarinnar og Spánverja, og jeg fyrir mitt leyti sje ekkert á móti því, að þeir fái það.