30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2592 í B-deild Alþingistíðinda. (2457)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Mjer skilst það vera samkomulag, til þess að málið fengi afgreiðslu til 3. umr., að allar brtt. sjeu látnar bíða þangað til; með því er deilumálum frestað, ef afgreiðsla málsins þarf ekki að tefjast að þessu sinni.