13.02.1928
Efri deild: 21. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2939 í B-deild Alþingistíðinda. (2721)

52. mál, löggilding verslunarstaða

Jón Baldvinsson:

Það hefir verið venja að láta slík mál sem þetta ná að ganga fram, þótt menn sjeu ekki altaf jafnsannfærðir um nauðsyn þess að fá þessa staði löggilta. En þar sem þingið hefir tekið upp þá venju að samþ. allar beiðnir um löggilding verslunarstaða, leggur allshn. til, að svo verði einnig gert hjer.

Nefndinni hefir borist erindi frá forseta Nd., hv. þm. N.-Þ. (BSv.), um að taka upp í frv. löggilding verslunarstaðar í Dritvík í Breiðavíkurhreppi, og vill nefndin láta sameina löggilding þessara verslunarstaða í einu frv.

Að vísu lá eitt frv. fyrir Nd. um sama efni, en það var þannig orðað og þurfti að samþykkjast svo fljótt, að nefndin gat ekki tekið það með í þetta frv., og gat það þess vegna ekki orðið samferða. Eins og kunnugt er, eru verslunarstaðir ekki löggiltir fyr en stjórnarráðið hefir sett lóðatakmörk, en það stóð svo á um þetta frv., að það þurfti að verða að lögum þegar í stað, enda eru lóðatakmörk verslunarstaðarins ákveðin í því frv. Nefndin leggur því til, að frv. verði samþ. með þeim breytingum, er minst hefir verið á.