08.02.1928
Neðri deild: 17. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3200 í B-deild Alþingistíðinda. (2916)

38. mál, þinglýsing skjala og aflýsing

Magnús Torfason:

Jeg ætla aðeins að segja örfá orð til athugunar fyrir nefndina. Í frv. er talað um að binda skjölin inn í bækur. Það væri betra að festa þau í bækur, því að ef það er gert, þá er ekki gert neitt, sem á sínum tíma gæti varnað því, að hitt kerfið væri tekið upp. Jeg tók fram áðan, að peningabækur mínar kæmust ekki inn í skápinn. (MG: En skrárnar?). Skráin er svo miklu stærri en bækurnar. Mjer þykir vænt um að heyra, að hv. frsm. er mjer sammála um, að til skránna megi ekkert spara. Það er afar áríðandi, að þær sjeu í sem bestu lagi.