16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3286 í B-deild Alþingistíðinda. (3105)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Bjarni Ásgeirsson:

Jeg vil leyfa mjer að þakka öllum hv. þdm. fyrir góðar undirtektir við þetta mál, því að sennilega vakir það sama fyrir öllum, að fá kerið friðað, svo að það hindri ekki laxgöngu í ána. Jeg legg enga sjerstaka áherslu á það, hvort frv. verður samþ. eða brtt. sú, sem hv. þm. hafa borið fram, og felli jeg mig þó eins vel við brtt.

Jeg vænti þess, að háttv. þdm. geti sameinast um afgreiðslu málsins í öðruhvoru forminu, sem fyrir liggur, og vil jeg geta þess um leið, að jeg mun með atkv. mínu fylgja þeim brtt., sem verða á undan frv. sjálfu.