03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3737 í B-deild Alþingistíðinda. (3445)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Frsm. minni hl. ( Ólafur Thors):

Ekki virðist mjer þessi tillaga hv. 2. þm. Árn. bera vitni um skarpskygni lögfræðingsins, því að vitanlega væri jeg ekki hræddur við atkvgr., ef jeg vissi, að meiri hl. hv. þdm., þeirra sem viðstaddir eru, væri með till. mínum, en hinsvegar ástæða til að halda, að menn greiði atkvæði um frestunina eftir því, hvort þeir vilja samþ. eða fella brtt. mína.