03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3738 í B-deild Alþingistíðinda. (3446)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Magnús Torfason:

Jeg ætla ekki að fara að rífast við hv. 2. þm. G.-K. um þær gáfur, sem Guð hefir gefið okkur. En forseti hefir oft borið slík tilmæli undir deildina, þegar hann hefir ekki viljað úrskurða þau sjálfur. Og þar sem hjer er um mjög mikilsvert mál að ræða, þá held jeg, að ekki sje rjett að fresta því, nema með samþykki hv. deildar.