26.03.1928
Neðri deild: 57. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3995 í B-deild Alþingistíðinda. (3574)

77. mál, einkasala á síld

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. Vestm. beindi til mín fyrirspurn um tvö atriði. Fyrst um það, hvort ríkisstjórninni hafi borist mótmæli gegn síldareinkasölunni frá opinberum stöðum í Svíþjóð, og í öðru lagi, hvort ástæða væri til að óttast, að samþykt frv. mundi spilla fyrir sölu ísl. síldar þar í landi. Jeg get svarað því, að þessi mótmæli hafa að vísu borist stjórninni, en eftir þeim upplýsingum, sem aflað hefir verið um þau, virðist eigi ástæða til að ætla, að þau hafi mikinn styrk að baki sjer, eða síldarsölunni í Svíþjóð sje hætta búin, þó að frv. verði að lögum.