01.03.1928
Neðri deild: 36. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4257 í B-deild Alþingistíðinda. (3707)

132. mál, hlunnindi fyrir lánsfélög

Magnús Guðmundsson:

Hv. þm. V.-Ísf. símaði til mín fyrir stundu síðan og kvaðst ekki geta komið á fund, en bað mig um að sjá svo til, að frv. þetta kæmist til 2. umr.; og vil jeg nú bera fram þá ósk fyrir hans hönd og mína.

Jeg skal aðeins til skýringar málinu taka fram, að frv. þetta er um skattfrelsi handa lánsfjelagi. Annars geri jeg ráð fyrir, að nokkrar upplýsingar þessu máli viðvíkjandi verði lagðar fyrir væntanlega nefnd. Leyfi jeg mjer að óska, að málinu verði að umræðunni lokinni vísað til fjhn.