13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4786 í B-deild Alþingistíðinda. (4011)

153. mál, Seðlainndráttur Íslandsbanka

Haraldur Guðmundsson:

Jeg hefði getað vænst þess, að þessu frv. hefði fylgt einhver skýrsla frá hæstv. stj. um hag bankans og afstöðu hans til ríkissjóðsins. Þetta er nú í þriðja skifti, sem bankinn fer fram á að fá þessa undanþágu frá inndráttarskyldu sinni. Jeg geri ráð fyrir, að þessu frv. verði vísað til fjhn. og að bæði ríkisstjórn og stjórn bankans gefi nefndinni sjálfsagðar upplýsingar um málið. Með það fyrir augum hefi jeg ekki neitt sjerstakt á móti því, að frv. gangi til 2. umr.