09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1528 í B-deild Alþingistíðinda. (585)

12. mál, betrunarhús og vinnuhæli

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Eins og frv. er og verður, þó þessi brtt. verði samþ., þá felur það í sjer heimild fyrir ríkisstjórnina til að koma upp nýrri stofnun, þ. e. letigarði. En af því að það er algerlega órannsakað mál, bæði þörfin fyrir þessa stofnun og kostnaður bæði ríkis og sveitarfjelaga, þá mun jeg greiða atkv. móti þessu frv., þótt jeg viðurkenni hinsvegar, að full þörf muni vera á nýju hegningarhúsi.