28.02.1928
Neðri deild: 34. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

8. mál, ríkisrekstur á útvarpi

Hákon Kristófersson:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara og ætlaði að bera fram brtt., en fresta því af sjerstökum ástæðum til 3. umr.

Án þess jeg sje nokkuð að setja út á hina ágætu ræðu háttv. frsm. (GunnS), þá verð jeg að segja, að jeg held ekki, að útvarpið verði uppfylling á þörfum einstakra hjeraða að því er landssímann snertir.

Það er á öðru sviði en hann, en getur þó, ef það kemst í gott horf, orðið til hinna mestu þæginda og komið að góðu gagni.