02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

47. mál, kosningar til Alþingis

Sigurjón Á. Ólafsson:

Jeg er ekki svo ósanngjarn maður, að jeg ekki viðurkenni, að það geti komið fyrir í einstökum kjördæmum landsins, að menn geti ekki sótt kjörfundi sökum vondra veðra eða yfirfærðar fyrsta vetrardag. En jeg benti á í fyrri ræðu minni, hve mörg dæmi væru til þess, að veður hafi hamlað kjósendum frá að komast á kjörstað. Það hefir komið fyrir í eitt skifti. Auðvitað getur slíkt hent sig einhvern tíma aftur. En vegur það nokkuð á móti því ranglæti, sem mundi koma fram við þá, sem búa við sjávarsíðuna og vegna atvinnu sinnar geta ekki notið rjettar síns nema að mjög ófullkomnu leyti? Þetta vildi jeg undirstrika, að jeg er jafnákveðinn á móti færslu kjördagsins, þó að jeg viðurkendi, að þetta hafi komið fyrir í eitt einasta skifti.