22.03.1929
Neðri deild: 29. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2555 í B-deild Alþingistíðinda. (1236)

77. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Magnús Guðmundsson:

Meining mín er ekki að fara að ræða brtt. þær, sem fram eru komnar við frv. þetta, heldur vil jeg taka það fram, að það hefir aldrei verið siður, að samgmn. þingsins eða stj. væru að amast við breyt. á símalögunum. Þvert á móti hefir þeim brtt. verið tekið vel, því að með þeim er aðeins verið að ákveða eða gera till. um, hvernig símalínurnar eigi að liggja um sveitirnar, þegar þær verða bygðar. Með slíkum till. er því alls ekki verið að veita fje til línanna, heldur er verið að ræða um framtíðarskipulag á símalínum sveitanna. Jeg sje því ekki, að nein ástæða sje til, hvorki fyrir samgmn. eða stj., að amast við þeim breyt. á símalögunum, sem hjer er stungið upp á.