16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2845 í B-deild Alþingistíðinda. (1712)

122. mál, Menningarsjóður

Halldór Stefánsson:

Fyrir utan það, sem það verður að telja mjög athugaverða leið að ætla sjer að breyta lögum með þingsályktun, þá skilst mjer, að einnig sje erfitt að samþ. þessa rökstuddu dagskrá, vegna þess, að sumt, sem í henni segir, er alls ekki rjett. Það er sagt þar, að þetta orðalag hafi komist inn í frv. af vangá. Má vera, að það sje rjett, en svo er sagt, að þetta hafi aldrei verið samþ. af þinginu. Var frv. þá ekki borið undir atkv. og samþ. við síðustu umr.? Jú, þingið hefir samþ. þetta engu síður, þótt það sje fyrir vangá.