07.05.1929
Efri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2894 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

12. mál, loftferðir

Frsm. (Páll Hermannsson):

Frv. hefir tekið litlum breyt. í Nd., og heldur til bóta, það sem þær eru. Það eru gerðar breyt. við 26. gr. Eins og frv. fór frá þessari deild var heimilt með samþykki atvmrh. og samgmn. að flytja í loftförum sprengiefni, hervopn og önnur hernaðartæki. Þessi atriði eru tekin burt, og eins og gr. er nú. er alveg bannað að flytja slíkt með loftförum.

Síðari breyt. er smávægileg, en þó þess eðlis, að telja verður, að betur fari á að hafa hana í lögunum. Samgmn., sem hafði málið til athugunar hjer í d., verður að leggja til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.