02.04.1929
Efri deild: 34. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2956 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Halldór Steinsson:

Jeg get ekki sjeð, að það komi að sök, þótt dregið sje að fullskipa stj. þangað til í vor eða sumar, er síldarútgerð byrjar. En þar sem mjer virðist brtt. mín fá daufar undirtektir, en hinsvegar önnur leið byrvænlegri til að fá því framgengt, er í henni felst, mun jeg taka hana aftur til 3. umr.