02.05.1929
Neðri deild: 59. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3324 í B-deild Alþingistíðinda. (2079)

37. mál, verkamannabústaðir

Frsm. meiri hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

N hefir klofnað í tvent, eins og nál. meiri hl. sýnir, og minni m. mun væntanlega gera grein fyrir einu áliti. Fyrir n. lágu síðast allvíðtækar brtt. frá hæstv. atvmrn., og niðurstaðan varð sú, að nefndin varð sammála um að leggja með þeim. Meiri hl. n. var alveg sammála um það, að húsakynni verkamanna í kaupstöðum sjeu mjög ill og ófullnægjandi, eins og sjá má lítillega á ágripi af húsnæðisskýrslu, sem birtist með grg. frv. við 1. umr. Sú skýrsla sýnir, að í Reykjavík búa 1.700 fjölskyldur í íbúðum, sem í öðrum menningarlöndum mundi ekki verða talið sæmilegt að láta fólk búa í. Gangi maður út frá, að í hverri fjölskyldu sje að meðaltali 5 manns, þú eru það 8–10 þús. manns, sem lifa í þessum ljelegu kjallaraíbúðum og loftherbergjum með öllum þeirra óþægindum.

Meiri hl. n. var sammála um það, að verkafólki í kaupstöðum væri örðugt með þeim tekjum, sem það hefir, og með þeim aðgangi, sem það hefir að lánsstofnunum nú, að reisa sjer hæfilegar íbúðir, og í raun og veru mundi mörgum reynast það ómögulegt, nema hið opinbera hlypi undir bagga. Og þá varð það fyrir, að bæði hlutaðeigandi bæjarfjelag og ríkissjóður ætti að hjálpa. Þetta er nokkuð hliðstætt því, sem gert hefir verið með byggingar- og landnámssjóð, að öðru leyti en því, að bæjarfjelagið skuli styrkja þetta, sem við verðum þó að telja sjálfsagt.

Jeg geri ráð fyrir, að hæstv. atvmrn. geri grein fyrir sínum brtt., en þær eru aðallega í því fólgnar, að samvinnufjelög skuli annast þetta. Jeg er persónulega á þeirri skoðun, að á flestum stöðum sje hægara að láta bæjarfjelögin um þetta mál. Það mundi kosta miklu minna erfiði og yfirleitt verða betur leyst af hendi. En þó er langt frá, að hitt sje frágangssök, og samvinnufjelögin hafa í þessu eins og öðru sína miklu uppeldislegu þýðingu. En aðalatriðið er það, að koma þessu húsnæði upp fyrir verkamenn, og því höfum við nefndarmenn meiri hl. getað sameinast, þitt við kynnum hvor fyrir sig að hafa viljað, að ýmsu væri á annan hátt fyrir komið.