04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3402 í B-deild Alþingistíðinda. (2107)

37. mál, verkamannabústaðir

Halldór Stefánsson:

Jeg vil aðeins geta þess, hvernig þessi afturköllun brtt. minna fór fram. Hv. 2. þm. Reykv. bar fram í ræðu þau tilmæli, að jeg tæki aftur brtt. mínar til 8. umr., og játaði jeg því stundarhátt úr sæti mínu. Skal jeg ekki um dæma, hve formlegt það hefir verið, en jeg get þessa til leiðbeiningar fyrir hæstv. forseta. Jeg skal og geta þess, að það er ekki allskostar rjett, að ekki hafi verið rætt um till. Jeg hafði reifað þær, er jeg tók þær aftur, og hv. þm. Borgf. mintist nokkuð á þær, en vel má vera, að einhverjir hafi látið hjá líða að ræða þær vegna þess að jeg kvaðst taka þær aftur.