30.04.1929
Efri deild: 57. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í C-deild Alþingistíðinda. (2597)

102. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. meiri hl. (Jón Þorláksson):

Meiri hl. fjhn. hefir skilað nál. sínu á þskj. 413, og er þar gerð grein fyrir því, að hann telur ekki rjett að afgreiða, eins og stendur, verulegar breytingar á skattalöggjöfinni, með því að það mál er nú í höndum milliþinganefndar, sem skipuð var samkv. ákvörðun síðasta Alþingis, til þess að endurskoða þá löggjöf. Af þessum ástæðum hefir meiri til. fjhn. lagt til, að þetta mál verði afgreitt með rökstuddri dagskrá, sem hljóðar svo sem greinir á áðurnefndu þskj. Eftir grg. þeirri, sem frv. fylgir, er það flutt í þeim tilgangi að gera þær breytingar á tekjulöggjöfinni, sem telja verður grundvallarbreytingar, og er afstaða meiri hl. fjhn. miðuð við þetta.

Meira hefi jeg ekki að segja fyrir hönd meiri hl. fjhn. um þetta mál, nje fyrir mína eigin hönd, því að jeg ætla ekki að fara að ræða afstöðu þessa frv. og efni þess að svo komnu máli. Aðeins vil jeg geta þess, að sá samanburður og tekjuvonaútreikningur, sem grg. frv. flytur, getur ekki staðist að mínu áliti, sjerstaklega þær framtíðartekjuvonir, sem eru bygðar á samanburði við afkomu Tóbakseinkasölunnar árið 1925, án þess að taka tillit til, að þá voru sjerstakar ástæður fyrir hendi, nje heldur til afkomu hinna áranna.