05.04.1929
Efri deild: 37. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í C-deild Alþingistíðinda. (2820)

26. mál, kvikmyndir og kvikmyndahús

Frsm. meiri hl. (Jón Jónsson):

Jeg ætla að mótmæla því, að jeg hafi gefið í skyn, að myndskoðun sú, sem ráðgerð er í frv., sje ekki stórum meira virði en sú, sem nú er, enda gefur það að skilja, þar sem nú er engin myndskoðun. Hitt getur verið álitamál, hvort framkvæma skuli hana á mörgum stöðum. En um það er engin brtt. frá hv. frsm. minni hl. En aðalatriðið er, að með frv. þessu er myndskoðun fyrirskipuð, sem ekki var áður.