02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í C-deild Alþingistíðinda. (2961)

48. mál, vegalög

Gunnar Sigurðsson:

Hv. 2. þm. Eyf. (BSt) fór ekki rjett með ummæli mín. Jeg sagði, að jeg byggist við, að n. vildi heyra till. vegamálastjóra, sem bæði er tillögugóður og sanngjarn maður. En hinu lýsti jeg yfir, að n. mundi láta það ganga fyrir, sem hentast þykir. En vitanlega verður að ganga á þetta smátt og smátt, og verður ekki hægt að taka allar þær till. til greina, sem fram kunna að koma, og væri sanni næst, hygg jeg, að flokka vegina og taka þá í röð þannig, að þeir vegir verði teknir fyrst, sem brýnust nauðsyn er fyrir að leggja, og svo koll af kolli.