15.04.1929
Neðri deild: 45. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í C-deild Alþingistíðinda. (3302)

120. mál, refarækt

Frsm. (Einar Jónsson):

Þó að grg. þessa frv. sje ekki löng, þá talar hún sínu máli fyrir efni frv., og get jeg því verið stuttorður.

Landbn. hefir virst rjett að bera fram í frv.-formi þau ákvæði, sem hjer um ræðir, og álítur, að aðaláherslu beri að leggja á það, að refir, sem einstakir menn fanga og hafa í gæslu, sjeu í öruggu haldi og strangri ábyrgð eiganda, svo að sauðfje annara sje engin hætta búin. Annars er sönnun fyrir því, að ef þessi atvinna, að hafa með höndum refaeldi, er rekin á rjettan hátt og öðrum að hættulausu, þá muni nokkurn veginn vís arður í aðra hönd. Og með því að þingið geri nægilegar ráðstafanir til þess, að hjer sje útilokuð hætta á annara hönd og að refaræktarbú sjeu undir eftirliti dýralæknis, sýnist ekki ástæða til að spyrna fæti við þessu máli.

Jeg legg því til fyrir hönd landbn., að málið fái fylgi hv. deildar og komist í rjetta höfn.