06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1782 í C-deild Alþingistíðinda. (3338)

120. mál, refarækt

Pjetur Ottesen:

Ef það hefir átt að bera skriflegu brtt. upp í sambandi við brtt. á þskj. 460, eins og var tilætlun hv. flm., þá álít jeg að rjettara hefði verið að leita afbrigða fyrir skriflegu brtt. áður en hinar komu til atkv. En fyrst hinar eru nú feldar og teknar aftur, þá álít jeg að skriflega brtt. eigi engan rjett á því að koma til greina.