03.04.1929
Neðri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (449)

83. mál, lögreglustjóri á Akranesi

Gunnar Sigurðsson:

Út af þessum umr. vil jeg taka það fram, að það var alls ekki meining okkar nm., sem afgr. málið, að gera þeim hv. þm., sem talað hafa um flaustur á afgr. þess, neinn sjerstakan miska. Jeg tók það sem sjálfsagt, þegar Akranesingar fóru fram á þessi rjettindi, að þeim yrði þau veitt, alveg eins og Norðfirði í fyrra. Og jeg tók þá fram, að hvenær sem Akranes og önnur stór kauptún færu fram á hið sama fyrirkomulag, mundi jeg verða við því. Mjer finst kauptúnin eiga æðimikinn rjett á að skera úr um fyrirkomulag hjá sjer.

Það er ekki rjett, að mikið af málum liggi óafgr. í allshn. Jeg hygg, að hlutfallslega sje mest afgr. þar. En hafi mörg mál verið óafgr. lengi — sem jeg mótmæli —, þá var þó frá sjónarmiði hv. þm. meiri ástæða til að flýta fyrir þessu máli og öðrum, sem fyrir liggja.

Jeg sem form. n. tek alls ekki við þeim ákúrum til n., að við viljum af einhverjum ástæðum flýta fyrir þessu máli sjerstaklega, heldur er það afgr. vegna þess, að þetta mál er eitt þeirra frv., sem sjálfsagt er að gangi fram.