08.04.1929
Neðri deild: 39. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

83. mál, lögreglustjóri á Akranesi

Pjetur Ottesen:

Það er aðeins örlítil brtt. á þskj. 262, sem gengur út á það að setja inn í 3. gr. frv. ákvæði um það, að fyrir þau störf, sem lögreglustjóri kynni að vinna beinlínis í þágu hreppsins, eins og t. d. oddvitastarfið, skyldi hann fá borgun úr sveitarsjóði.

Það kom fram hjer við 2. umr., að það væri e. t. v. ekki nægilega skýrt orðað í gr.; þess vegna vildi jeg setja þetta ákvæði inn í gr., svo ekki gæti verið um að villast.