10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Það hefir orðið samkomulag milli hæstv. forsrh. og stjórnarandstæðinga, með samþykki hæstv. forseta, að láta að þessu sinni niður falla venjulegar eldhúsdagsumræður, þ. e. a. s. á þann hátt, að þeim verði frestað til 3. umr. fjárlaganna. Er það með þeim skilyrðum, að menn hafi þá öll þau réttindi, sem venjulega fylgja eldhúsumræðum, sem fram fara þegar fjárlagafrv. kemur frá nefnd.