31.03.1930
Neðri deild: 67. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég er mjög glaður að vísu yfir því, að Laugaskóli hefir lukkast þannig, að nemendur hans ganga inn í lífsbaráttuna án þess að þeir álíti nauðsynlegt að ganga í aðra skóla: En þegar þess er gætt, að hér er að ræða um allt að 10 skólum, þá sést, að ekki þarf nema 2–3 nemendur úr hverjum til að fylla heilan bekk. Upp úr þessu ætla ég, að fáist möguleiki til að dreifa meira en áður tækifærunum til náms, án þess að höfuðborgin sé svipt nema því, sem hún hafði of mikið af á undanförnum árum.