21.03.1930
Neðri deild: 59. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (136)

1. mál, fjárlög 1931

Fors- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Vegna þess hversu mikil átök hafa orðið á milli hv. frsm. fjvn. (JörB) og hv. frsm. samgmn. (GunnS), þá vil ég gera grein fyrir atkvæði mínu í því efni. Ég hefi mikla trú á framtíð flugvéla í þágu landsins, og þess vegna vil ég athuga, hvort þetta muni ekki gerlegt, og því mun ég greiða atkv. með till. að þessu sinni. Eins og ég hefi heyrt þetta mál flutt, þá verð ég að segja, að mér virðist sá grundvöllur, sem nú er byggt á, engan veginn öruggur ennþá, og ef ekki verður fundinn annar betri í hv. Ed., álít ég ekki leggjandi af stað með þetta mál, svo illa undirbúið. Ég skoða því þetta atkv. mitt aðeins sem bráðabirgðaatkv., þar sem ég geri ráð fyrir að gallana megi laga.