05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 766 í C-deild Alþingistíðinda. (1379)

136. mál, jarðræktarlög

Magnús Guðmundsson:

Ég skipti mér ósköp lítið af því, sem fram hefir farið innan stj. Búnaðarfél., enda hefi ég ekki tækifæri til að rannsaka. hvort rétt er skýrt frá því, sem þar gerist. En mér finnst rauði þráðurinn í skrafi hv. flm. vera sá, að bændur hafi fengið of mikinn styrk á undanförnum árum. Annars er engin heil brú í þessu, sem hann er að segja. Því í sama árinu, sem bændur verða að kaupa alla vinnu hærra verði, þá er styrkurinn lækkaður.